afhverju er ekki hægt að vera vinir

Afhverju er ekki hægt að vera vinir? Afhverju er ekki hægt að leysa deilu mál með að ræða um þau á góðan máta.

Maður virkilega pælir stundum ekki í hlutunum nema þegar þeir eru manni nærri.  Það er stúlka að vinna með mér sem er frá Kenýa og henni líður svo illa núna að vita að allt þetta gengur á úti. Hún hringir reglulega heim þegar það er samband. hún á tvær stelpur úti sem hún varð að skilja eftir því að hún fékk ekki vinnu úti því að allt er svo svakalega spillt þarna. Hún var að segja okkur frá því að sumir hafa þurf að múta vinnuveitendum fyrir að fá vinnu og stundum þegar það er búið að láta fé af hendi þá kannast þeir ekkert við neitt og segja þú fær enga vinnu hér.

Þetta er hrikalegir atburðir allt út af spillingu. Forsetinn vill ekki hætta og fólkið í landinu vill ekki þennan forseta. og meira segja er verið að útiloka það að fólkið fái mat og nauðsynjar úff maður fær bara sting í hjartað.

Ég vildi óska þess að þessu fari að ljúka fyrir hönd vinnufélaga míns og hennar nánustu út í Kenýa og náttúrulega öllum íbúum landsins.

Stríð á engan veginn rétt á sér


mbl.is Hjálparstarf hafið í Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir orð þín, þetta er ófremdarástand, vonandi leysist það farsællega innan skamms. Þó er það kannski mikil bjartsýni að vona það, með þennan karl innan borðs þarna suður frá, í Kenya.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Flott skrif hjá þér Tóta mín. Tek undir þetta allt hjá þér.

Björg K. Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Þórunn Edda Björgvinsdóttir

æi mér lá þetta svo á hjarta. þótt að þessi stúlka sem ég á við segir ekki fra´því hvað henni líður illa það sést það svo á henni og mér langaði svo að tjá mig.

Þórunn Edda Björgvinsdóttir, 6.1.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband