Bíddu eru það börnin sem eru byrjuð að ráða. það fór alveg fram hjá mér. ég hélt að það væri við foreldrarnir sem gerðum það. Ef að fólk getur ekki farið með krakka í búð án þess að sé suðað og gargað yfir því sem er langað í þá það fólk eitthvað að skoða uppeldisaðferðir sínar Jú ég á dreng sem er 5 ára jú hann suðar og ég sem foreldri hef val hvort að ég vilji gefa honum það sem hann suðar um en síðan ef hann fær ekki þá segir hann ok allt í lagi kannski seinna. En þá vil ég þá en fremur banna grænmeti og ávexti því minn fékk stundum kast ef ég vildi ekki kaupa dyr vínber handa honum get ekki höndlað það. Veit svolítill útúrdúr og jú þetta er að heilsu ástæðum sem þau eru að vænast eftir þessu. En foreldrarnir hafa nú peninga völdin allavega fyrir þau yngstu og eiga ráða ekki þessi litla yndislegu kríli
Vilja gos og sælgæti frá kössum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér. Hins vegar er ég líka sammála þessari frétt um að færa þetta frá kössunum. Það er reyndar ekki endilega bara barnanna vegna. Svona nammi grísir eins og ég (kona á fertugsaldri ) þurfum ekkert að hafa þetta fyrir augunum þegar við komum á kassa. Allt of freistandi fyrir alla aldurshópa.
Þarf ekki líka að fara að huga að því hvert þjóðin stefnir? Þ.e. hvað varðar þyngdaraukningu. Við eltum ekki bara bandaríkjamenn hvað varðar efnishyggjuna. Mér sýnist á öllu að við eltum þau líka hvað varðar óhollustu og hreyfingarleysi. Ef sælgæti og gos væri fært frá kössunum þá væri kannski minna keypt af því. Fólk er þá ekki að grípa þetta í einhverri freistni heldur þarf að gera sér ferð að nammi rekkanum lengst inn í búð ef það hefur hugsað sér að kaupa þetta. Þessi aðferð fækkar þá kannski heildarkílóum þjóðarinnar eitthvað.
Sigrún (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:22
Bíðum nú aldeilis hæg og róleg, mega kaupmenn ekki bara ráða sjálfir hvar þeir hafa vöruna sína í sinni eigin búð? Þurfa þeir að raða vörunum eftir einhverjum uppeldisvandamálum heimilanna eða taka tillit til átfíkla og sælgætisfíkla? Hvers konar bull er þetta? Að færa sælgæti og gos frá kössunum því þá væri kannski minna keypt af því... tilgangur verslunar er að selja sem mest! Á kannski að loka aðkeyrslu að lúgusjoppum af því að annars selst gos og sælgæti? Þarf þá ekki að girða af "Bæjarins beztu" til að fólk kaupi ekki pylsur og gos sem margir halda fram að sé hin versta óhollusta? Hvað er fólk eiginlega tilbúið að ganga langt í frekjunni og forsjárhyggjunni? Þeir sem ekki geta alið börnin sín upp ættu ekkert að vera að fara með þau í búðir þar sem freistingarnar eru hvert sem litið er og fullorðnir sælgætis- og átfíklar ættu bara að halda sínum vandamálum fyrir sig en ekki ætlast til að uppröðun í verslunum sé hagað eftir þeirra veiklyndi. Hverslags andskotans frekja er þetta eiginlega?
corvus corax, 23.5.2008 kl. 08:53
Sigrún:
Hagkaup og Bónus bera ekki ábyrgð á þínu holdarfari eða heilsu. Ef þú ert með eitthvað aukalega utaná þér þá er það engum öðrum en þér sjálfri að kenna. Taktu ábyrgð á sjálfri þér!
Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.