sumarið bara búið

Nú er sumarið bara að vera búið. Þetta er búið að vera ágætt sumarfrí. Er samt ekki búin að gera allt og mikið. Við litla fjölskyldan erum bara búin að vera róleg vera heima, út að leika, í bíltúrum og núna um verslunarmannahelgin fórum við í sumarbústað upp í úthlíð. Það var rosalega fínt við fórum á föstudegi og komum heim á mánudegi. Þar var borðaður góður matur og drukkið gott vín spilað og skemmt sér vel. Litlu frændskinin skemmtu sér konunglega og vildu helst ekki fara heim.

í gær fórum við vinkonurnar af nesinu á kaffi Hressó kveðja Allý mína. Hún er nefnilega að fara til Danmerkur í nám sem mér finnst alveg rosalega gott hjá henni. Það var rosalega skemmtilegt hjá okkur og liggur við að okkur hafi verið sparkað út því að við vorum svo lengi. Við vorum að rifja upp gamla tíma og það sem var helst í gangi hjá okkur núna.

Nú eru 2 vikur eftir í sumarfríi hjá mér og ég er eiginlega farin að hlakka til að fara aftur í vinnuna til allra rugludallana mína og líka takast á við ný verkefni ef ég fer inn í þennan blessaða skóla. Og síðan fara að plana þessa árlegu árshátíð Hagkaupa með´fólki sem mér líka mjög vel við.

Jæja nú næstu helgi ætlum ég  og siggi að fá óla okkar til okkar í mat á laugardaginn og það verður fiski veisla við ætlum að kveðja hann lika en hann er að fara flytja til Vestmannaeyja það er á íslandi en það er ekki svo alltaf auðvelt að komast þangað.

 

over and out

tótalicus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband